Dæmi um að börn á þriðja ári bíði enn eftir leikskólaplássi í Reykjavík

Dæmi um að börn á þriðja ári bíði enn eftir leikskólaplássi í Reykjavík

Dæmi um að börn á þriðja ári bíði enn eftir leikskólaplássi í ReykjavíkHópur foreldra bíður eftir að fá að vita hvort börnin þeirra komast í leikskóla í Reykjavík í haust. Dæmi eru um að börn á þriðja ári komist ekki að í sumum hverfum.

Barn að leik á leikvelli leikskóla. Barnið, íklætt grænni úlpu og bleikri lambhúshettu, stendur inni í marglitum kofa með ýmsum hreyfanlegum hlutum. Stéttin er lögð ljósum gúmmíhellum. Í bakgrunni má sjá fleiri marglit leiktæki.
Unnið er að mönnun leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir haustið en dæmi eru um að börn á þriðja ári komist ekki að í sumum hverfum.

Móðir barns á þriðja ári segist engin svör fá frá Reykjavíkurborg um hvenær dóttir hennar komist á leikskóla. Plássin eru veitt með fyrirvara um mönnun.

Unnið er að mönnun leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir haustið. Á atvinnuauglýsingavefnum Alfreð eru hátt í sjötíu auglýsingar þar sem óskað er eftir leikskólakennurum eða stjórnendum til starfa. Hópur foreldra í Reykjavík bíður eftir að fá á hreint hvort börn þeirra geta hafið aðlögun í haust, og þá hvenær – en plássin eru veitt með fyrirvara um mönnun.

Ekkert fast í hendi varðandi leikskólapláss

Margir þeirra lýsa reynslu sinni í Facebook-hópnum „Leikskólamál í lamasessi í Reykjavík“. Dæmi eru um að börn á þriðja ári bíði enn eftir plássi.

Dóttir Thelmu Lindar Ólafsdóttur er 27 mánaða. Henni var lofað plássi í Dalskóla í Úlfarsárdal í lok júní. Enn er ekkert fast í hendi. Í pósti frá leikskólastjóra Dalskóla, sem sendur var foreldrum áðan, kemur fram að hún geti ekki gefið nein svör um hvenær pláss bjóðist í leikskólanum.

Thelma Lind gagnrýnir upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg. Hún hafi getað fengið pláss á öðrum leikskóla en ekki tekið því þar sem hún gerði ráð fyrir að komast í Dalskóla í haust.

Leikskólayfirvöld segi að umsækjendur um störf í leikskólanum séu ekki nógu hæfir og gangi ekki nógu vel að manna hann.

Ráðningar standa enn yfir

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé komin full yfirsýn yfir mönnun á leikskólum fyrir haustið, vonir standi til að hreyfing verði á ráðningum í ágúst. Ráðningar standa enn yfir, samkvæmt RUV.

oli
Author: oli

Vefstjóri