Börn nota klám sem gjaldmiðil á netinu

Börn nota klám sem gjaldmiðil á netinu

 Á síðunni geta notendurnir nálgast bíómyndir, tónlist og aðra afþreyingu á ólögmætan hátt, án þess að greiða fyrir, í gegnum aðra notendur. Skilyrði þess að ná í efni eru að setja inn efni á móti.

Það getur þó reynst erfitt að finna efni sem vekur áhuga en fáir jafnframt eiga. Því bregða notendur margir á það ráð að setja inn gróft klám og dæmi eru um að börn noti síðuna með þessum hætti.

„Við höfum bent á að á svona skráardeilisíðum virka ekki neinar netsíur. Börn eru því algjörlega óvarin gagnvart því ógrynni af klámefni sem þar er að finna,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF).

Samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga er ólöglegt að dreifa klámi og einnig að hafa slíkt aðgengilegt börnum. „Það er því verið að margbrjóta nokkur ákvæði í lögum á þessari síðu, án þess þó að lögregla aðhafist nokkuð,“ segir Guðrún.

STEF, Samtök myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), og tvenn önnur samtök kærðu síðuna í fyrra. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir að lögregla hafi lítið aðhafst. „Það veldur okkur ekki síður áhyggjum að svona efni skuli vera í umferð inni á þessum síðum þó að okkar hagsmunabarátta snúi að höfundarrétti listamanna,“ segir Snæbjörn, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri