Ætlaði að koma pabba á óvart
Þar fann lögreglumaðurinn stúlkuna þar sem hún beið róleg í röð á afgreiðslukassa með sparibaukinn undir annari hendinni og hálsbindi í hinni. Þegar kom að stúlkunni rétti hún afgreiðslukonunni bindið og sparibaukinn. Lögreglumaðurinn fór þá og spjallaði við stúlkuna og sagði hún honum að hún væri að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem ætti afmæli.
Þegar farið var að telja upp úr bauknum hinsvegar í ljós að bindið var of dýrt og spurði því lögreglumaðurinn hvort þau ættu ekki að finna ódýrara bindi. Stelpan var til í það en ekki dugði sparifé þeirrar litlu heldur í þetta skiptið þannig að lögreglumaðurinn borgaði sjálfur það sem upp á vantaði, um 1.100kr.
Svo ók lögreglumaðurinn stúlkunni til síns heima þar sem glöð móðirin tók á móti stúlkunni en afmælisbarnið var enn sofandi.
{loadposition nánar fréttir}