5.000 börn gengu gegn einelti í Kópavogi

5.000 börn gengu gegn einelti í Kópavogi

Krakkar í Kópavogi gengu saman um bæinn í gær á baráttudegi gegn einelti. Þetta er í þriðja sinn sem 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti en í fyrsta sinn tóku leikskólabörn í Kópavogi þátt í átakinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, var að vonum glaður með daginn en hugmyndina að deginum fékk hann sjálfur fyrir nokkrum árum. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur yfir því að þessa litla hugmynd sem ég fékk hér um árið sé búin að vinda svona upp á sig. Eins finnst mér frábært að sjá að leikskólabörnin taki þátt. Fræðimenn segja nefnilega að ef það á að fyrirbyggja einelti, að þá verði að byrja að vinna með börnum snemma á lífsleiðinni.”

Á vef Kópavogsfrétta má sjá myndband af því þegar krakkarnir sameinuðust á Rútstúni fyrir neðan Sundlaug Kópavogs og sungu saman söngva undir stjórn Þórunnar Björnsdóttir, kórstjóra Skólakórs Kársness, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri