Ísfirðingar gætu þurft að borga meira í leikskólagjöld

Vopnfirðingar vilja halda í börnin

Þar gætu börnin stundað nám í heimabyggð fyrstu tvö árin eftir grunnskóla.
Það hefur oft verið sagt að það sé gott að ala upp börn á landbyggðinni en það hefur ekki oft komið fram að á sumum stöðum eins og til dæmis á Vopnafirði þurfa börnin að fara að heiman, jafnvel aðeins 15 ára gömul vilji þau fara í framhaldsskóla. Vopnfirðingar berjast nú fyrir því að opnuð verði framhaldsskóladeild í bænum.

„Það er draumurinn að þau gætu verið hér fyrstu tvö árin og hefðu val um það hvort þau væru hér heima eða sæktu skóla annað,“ segir Þórunn Egilsdóttir, oddviti á Vopnafirði.

Í dag fara flestir krakkarnir til Akureyrar en leiðin er vel á þriðja hundrað kílómetra. Sumir hafa ekki efni á að fara heim um helgar. „Kostnaðurinn sem við stöndum frammi fyrir er húsleiga á hvert barn yfir 20 þúsund á mánuði, skólagjöld, allur matarkostnaður og allt sem því fylgir,“ segir Þórunn. Dreifbýlisstyrkurinn dugir skammt og því myndi framhaldsskóladeild jafna aðstöðumun og draga úr brottfalli. Á Vopnafirði er öll aðstaða fyrir hendi; nú vantar bara samstarf við framhaldsskóla og fjármagn í verkefnið.

Þórunn oddviti þekkir sjálf hvernig var að senda börnin að heiman aðeins fimmtán ára. „Ég held að fólk skilji það ekki alltaf sem býr í þéttbýlinu að þau eru farin frá okkur bara börn. Og það er svolítill munur á því að senda barn frá sér fimmtán eða sextán ára eða átján ára til að fara út í veröldina og standa sig. Ef við hefðum krakkana okkar lengur heima yrði það mikil innspýting fyrir allt félagslíf og starfssemi. Það yrðu kannski einhverjir á rúntunum á kvöldin og meira líf og skemmtilegt.“

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri