Vilja umræðu í samfélaginu um staðgöngu

Vilja umræðu í samfélaginu um staðgöngu

 

Um þetta voru Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sammála á Alþingi á föstudag. Ragnheiður Elín spurði Guðbjart um stöðu frumvarpsgerðarinnar en starfshópur hefur undanfarið unnið að frumvarpinu.

Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er ljóst að frumvarpið kemur ekki fram á þessu þingi, enda mjög stutt eftir af því og vinnu hópsins ekki lokið. Guðbjartur staðfesti þetta á þinginu. Hann sagði að tekið hefði mun lengri tíma en reiknað hefði verið með að vinna frumvarpið en sagðist treysta á að vinnunni yrði haldið áfram. „Ég tel að þarna þurfi að vanda mjög til verka og við höfum óskað eftir því á allan hátt.”

Ragnheiður Elín benti á að meðal þess sem hefði verið rætt á fyrri stigum málsins væri að frekari umræðu þyrfti um málið. Það sagði hún ljóst að myndi ekki gerast á meðan frumvarpið væri hjá starfshópnum, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri