Um helmingur ljósmæðra 55 ára eða eldri og álag mikið

Um helmingur ljósmæðra 55 ára eða eldri og álag mikið

Um helmingur ljósmæðra 55 ára eða eldri og álag mikið

„Þetta er búið að vera vitað lengi að stéttin er að eldast og það hafa mjög stórir árgangar verið að fara á eftirlaun síðustu ár þannig að þetta er ekkert sem er að koma okkur á óvart,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Erfitt sé að bregðast við þessari stöðu.

„Ef þetta væri bara kennt í háskóla þá gæti háskólinn útskrifað hundrað ljósmæður á ári en það er verknámið sem er hamlandi. Það er bara ákveðinn fjöldi sem getur farið í verknám á hverju ári.“

Mesta hættan að gefast upp af álagi

Og hár meðalaldur hefur talsverð áhrif á álag á starfandi ljósmæður.

„Þegar þú ert með svona margar fullorðnar í stéttinni að þá til dæmis eins og með næturvaktir, þú átt rétt á að hætta að taka næturvaktir þegar þú ert 55 ára og þá náttúrulega verður sú byrði meiri á þessar yngri. Það sem ég hef áhyggjur af er að halda ljósmæðrum að störfum, að þær hætti ekki, gefist ekki upp af því að álagið er mjög mikið.“

Og hvað þarf þá að gera til að að bregðast við, hvað viljið þið gera til að fá fleira ungt fólk í stéttina?

„Það þarf náttúrulega að auka fjölbreytileikann í verknámi og það er hægt að nýta fleiri staði í verknám, eins og Akranes, Akureyri, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það er mikið af fæðingum líka og svo eru ljósmæður í heimafæðingu líka og einkareknar fæðingareiningar. Þær gætu tekið við nemum í verknámi og þannig væri hægt að fjölga nemum.

Svo eru það kjaramálin. Við erum sérfræðingar í okkar fagi og berum mjög mikla ábyrgð og störfum mjög sjálfstætt og umfang verkefna hafa aukist svo mikið. Við viljum náttúrulega fá það metið,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri