Þrír skólar bjóða upp á ókeypis máltíðir
Aftur á móti þurfa nemendur í Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi, Stóru Vogaskóli í Sveitarfélaginu Vogum, og Laugaland í Ásahreppi ekki að greiða neitt fyrir sínar máltíðir.
Þetta er meðal þess sem könnun Neytendastofu á verði skólamáltíða leiddi í ljós en fyrirspurnir voru sendar til allra sveitarfélaga hér á landi.
Ekkert mat var lagt á gæði og þjónustu máltíða. Svör fengust um verðlagningu og verðmyndun frá 157 grunnskólum í 68 sveitarfélögum, en sex sveitarfélög starfrækja ekki grunnskóla. Engar upplýsingar bárust frá Vesturbyggð og Kaldrananeshreppur býður ekki upp á skólamáltíðir.
Í lögum um grunnskóla er heimilt að láta nemendur greiða allan kostnað vegna máltíða en í framkvæmd eru mörg sveitarfélög sem láta nemendur aðeins greiða hráefniskostnað. Í sumum sveitarfélögum eru nemendur látnir greiða hluta af föstum kostnaði vegna máltíðanna.
Í könnuninni var spurt hvort nemendur greiði í fyrsta lagi allan kostnað, í öðru lagi hráefni og hluta af kostnaði eða í þriðja lagi eingöngu hráefnið.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi:
Nemendur greiða allan kostnað í 11 skólum í tveimur sveitarfélögum, Akureyri og Álftanesi, s.s. hráefni, laun, rekstur, viðhald, o.fl. Á Akureyri greiddu nemendur 415 kr. og á Álftanesi greiddu nemendur 468 kr.
Nemendur greiða hráefni og hluta kostnaðar s.s. laun, rekstur, viðhald, o.fl. í alls 77 skólum í 21 sveitarfélagi. Lægsta verð var 224 kr. í Gerðaskóla í sveitarfélaginu Garði, og hæsta verð 526 kr. fyrir börn í 8.-10. bekk Reykhólaskóla í Reykhólahreppi. Meðalverð var 297 kr.
Nemendur greiða eingöngu hráefni í 66 grunnskólum í 43 sveitarfélögum. Lægsta verð var 110 kr. hjá 1.-4. bekk í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Grunnskóli Sandgerðis í Sandgerðisbæ var með lægsta verð fyrir áramót en hækkaði verð máltíða frá áramótum í 190 kr. Hæsta verð var 460 kr. í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Meðalverð var 303 kr.
{loadposition nánar fréttir}