john travolta og kelly preston

Travolta og Preston eiga von á barni

„Það er ekki hægt að þaga yfir leyndarmáli … að minnsta kosti ekki svona yndislegu leyndarmáli,” skrifaði Travolta á heimasíðu sína nú í vikunni.

„Við viljum segja ykkur frá því að við eigum von á nýjum fjölskyldumeðlimi,” bætti hann við en fjölmiðlar vestanhafs voru byrjaðir að spá óléttunni fyrir nokkru.

John og Kelly eiga fyrir tíu ára dóttur sem heitir Ella. Sonur þeirra, Jett, lést á Bahama-eyjum í fyrra eftir banvænt flogakast. Hann var með hinn sjaldgæfa Kawasaki-sjúkdóm sem leggst á börn og veldur bólgum.

Þannig að góðu óléttufréttirnar eru væntanlega kærkomnar. Þessa dagana fara fram réttarhöld yfir pari sem reyndi að kúga fé út úr Travolta eftir að sonurinn lést í fyrra. Þá dóu tveir hundar fjölskyldunnar í slysi á bandarískum flugvelli í síðustu viku.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *