Þriggja ára bið eftir ADHD greiningu – 1200 manns í röð

Þriggja ára bið eftir ADHD greiningu – 1200 manns í röð

Þriggja ára bið eftir ADHD greiningu – 1200 manns í röð

Óbreytt staða til framtíðar verði ekkert gert

Hrannar Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ásamt samstarfsfólki sínu, stóð fyrir málþinginu „Þú ert númer 1250 í röðinni“ nú á dögunum þar sem málefni fólks með ADHD voru rædd.

„Það er nýbúið að stofna þetta ADHD teymi hjá Heilsugæslunni sem er sannarlega búið að koma skikk á greiningarferlið og þrátt fyrir að vera loksins fullmönnuð, er ljóst að þau eru ekki að gera annað en að anna því sem bætist við á hverjum mánuði, svona 40-50 greiningum. Fyrir liggur að það er tveggja til þriggja ára bið eftir greiningu, 1150 eða 1200 manns á biðlista og ef ekkert verður gert þá erum við bara að horfa fram á óbreytta stöðu til framtíðar.“

„Afleiðingarnar af ógreindu og ómeðhöndluðu ADHD eru grafalvarlegar“

Hann segir áhrif þess geta verið margþætt. „Kostnaðurinn af ógreindu og ómeðhöndluðu ADHD er gríðarlegur, bæði fyrir samfélagið í krónum og aurum en ekki síst í lífsgæðum fyrir fólkið sem ekki fær greiningu og meðferð við hæfi. Það eru minni lífslíkur, auknar líkur á því að menn lendi í fíknivanda, það er aukið þunglyndi, sjálfsmorð. Afleiðingarnar af ógreindu og ómeðhöndluðu ADHD eru grafalvarlegar.“

Fjárframlög sem myndu margborga sig

Samtökin kalla eftir stórauknum fjárlögum til Geðheilsumiðstöðvar barna og ADHD teymisins. „Þetta eru í sjálfu sér mjög litlir peningar, þetta eru einhverjar 100-200 milljónir sem þetta kostar en kostnaður fyrir samfélagið og skert lífsgæði fyrir fólk í hinum kostinum kosta margfalt meira.“, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri