Þriðjungur ungabarna á foreldra í hjónabandi
Frá 1961 til 1996 lækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi úr 74,3 % í 36,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í óvígðri sambúð úr 13,4% í 50,9%. Þetta hlutfall er núna nær óbreytt. Þess má þá geta að nokkuð fleiri börn fæddust utan sambúðar eða hjónabands í fyrra en á árunum 1961-1996, eða um 16 prósent á móti 12 prósentum.
Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldurinn hækkað og var tæp 27 ár í fyrra, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}