Þetta verða heitustu barnanöfnin á næsta ári

Þetta verða heitustu barnanöfnin á næsta ári

 Allt frá kryddi til páfans – hér er listi yfir tólf trend sem verða í barnanöfnum ársins 2014 vestan hafs.

1. Gömul, virðuleg nöfn

Nöfn á borð við Ednu, Ethel, Gertrude, Percy, Wilhelmina og Wolfgang koma sterk inn á árinu 2014 eftir að hafa legið í vinsældardvala.

2. Strákanöfn fyrir stelpur

Á næsta ári munu stúlkur verða skírðar millinöfnum sem oftast eru fyrir stráka. Sem dæmi má nefna James, Charles og Thomas.

3. Krydd í stelpunöfnum

Saffron, Sage, Poppy, Rosemary, Juniper, Cassia, Cinnamon, Cayenne og Lavender munu slá í gegn.

4. Francis páfi

Hann mun hafi mikil áhrif á nýbakaða foreldra og verða ýmis afbrigði af nafni hans vinsæl eins og Frances, Francisco, Francesca og Francine.

5. Háttvirt og jákvæð strákanöfn

Noble, Valor, Justice, Loyal og True verða vinsæl fyrir strákana.

6. Nöfn sem byrja á C

C er heitasti stafurinn á næsta ári. Sem dæmi um vinsæl nöfn eru Cassius, Caspian, Cyrus, Cora, Clementine, Cordelia og Clara.

7. Grísk nöfn

Nýbakaðir foreldrar munu sækja innblástur í gríska goðafræði og velja nöfn á borð við Penelope, Persephone, Chloe, Calliope, Evangeline, Olympia og Elias.

8. N-ið getur kvatt

Aidan, Ayden, Zayden, Camden, Kellan, Landon, Bryson og Cohen eru úti í kuldanum.

9. Konungleg áhrif

Á næsta ári munu nöfnin vera með konunglegan blæ, til að mynda Mary, Louis, Helena, Albert, Margaret, Arthur, Maud og George.

10. Grín nöfn

Kim Kardashian og Kanye West slógu öll met þegar þau skírðu dóttur sína North West en það mun færast í aukana á næsta ári að foreldrar slái á létta strengi þegar kemur að nafngift.

11. Venjuleg nöfn eru ekki töff

Gail, Gary, Kathy, Kenneth, Janet og Jeffrey eru dæmi um nöfn sem eru ekki lengur töff á næsta ári.

12. Söguleg nöfn

Huckleberry, Dashiell, Scarlett, Atticus, Chaplin, Zane, McKinley og Lincoln koma sterk inn, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri