Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn

Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn

Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn

Þessi viðvörunarorð má finna í úttekt stofnunarinnar á barnarúmum, sem Neytendastofa blés til á dögunum. Úttektin bar með sér að um 87 prósent barnarimla- og ferðarúma sem tekin voru til skoðunar stóðust ekki lágmarkskröfur um öryggi. Þannig reyndist þriðjungur rúmana með of stór bil eða op sem talin voru skaðleg börnum. Þar að auki vantaði „mikilvægar merkingar eða upplýsingar“ á 74 prósent rúmanna að sögn Neytendastofu.

Oftast var um að ræða merkingar um að ekki ætti að bæta við eða breyta dýnum í ferðarúmum vegna köfnunarhættu:

„Þar sem dýnur á ferðarúmum eru oft þunnar þá kaupa forráðamenn oft auka dýnu í rúmið. Venjulega er þykktin á dýnu í ferðarúmi um 10 mm til 20 mm. Við skoðun á rúmunum kom í ljós að í einhverjum tilvikum höfðu framleiðendur sett merkingar með rúmunum þar sem þeir hvöttu til að bæta við auka dýnu,“ segir í útskýringu Neytendastofu.

Það sé hins vegar varhugavert því að önnur dýna eykur köfnunarhættu, ekki síst í ferðarúmum. Hliðar þeirra séu oftast mjúkar, teygjan- og hreyfanlegar og því geta börn auðveldlega oltið milli dýnu og hliðar. „Til að koma í veg fyrir það eiga að vera viðvaranir á rúminu um að aðeins eigi að nota dýnuna sem framleidd var fyrir rúmið og fylgir því. Það á alls ekki að bæta við annarri dýnu ofan á rúmbotninn eða setja nýja dýnu í rúmið vegna köfnunarhættu,“ segir Neytendastofa í úttekt sinni sem nálgast má í heild sinni hér, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri