Tannlækningar barna greiddar að fullu

Tannlækningar barna greiddar að fullu

 

Þar sem ekki eru í gildi samningar um gjaldskrá milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna hefur niðurgreiðsla á tannlækningum barna numið að meðaltali um 60% af raunkostnaði.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita Sjúkratryggingum Íslands heimild til samningaviðræðna við tannlækna með það að markmiði að tannlækningar fyrir börn verði niðurgreiddar að fullu. Náist samningar er gert ráð fyrir að til að byrja með verði greitt að fullu fyrir tannlækningar 12-17 ára barna og þriggja ára barna en síðan bætist tveir árgangar við á hverju ári þar til markmiðið næst eftir fimm ár, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri