Tannheilsa barna efnaminni er verri

Tannheilsa barna efnaminni er verri

Tannheilsa barna efnaminni er verri

Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu íslenskra barna í 1., 7. og 10. bekk við tannheilsu þeirra. Gögn rannsóknarinnar eru frá árinu 2005 og voru niðurstöðurnar unnar út frá þeim.

„Niðurstöðurnar sýna að það eru marktæk jákvæð tengsl milli tannheilsu barna og menntunar móður og heimilistekna,“ segir Björg.

Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir. „Tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu einstaklinga við tannheilsu eru vel þekkt en 65% breytileikans á fækkun tannskemmda í lok síðustu aldar á Vesturlöndum má skýra með félags- og efnahagslegum breytum. Niðurstöðurnar komu því ekki á óvart en það kom á óvart hversu ójöfnuðurinn var mikill sérstaklega hjá börnum í 7. og 10. bekk. Börn háskólamenntaðra mæðra í hæsta tekjuhópi voru að meðaltali með 5,6 fleiri heilar fullorðinstennur en börn mæðra með grunnskólapróf sem lokamenntun í lægsta tekjuhópi,“ segir hún.

Björg segist hafa haft áhuga á að skoða að hve miklu leyti þessi tannheilsuójöfnuður er tilkominn vegna tíðni sælgætisneyslu og forvarna. „Þær forvarnarbreytur sem ég skoðaði voru tannhirða og fjöldi skorufyllinga. Í ljós kom að tannheilsuójöfnuðurinn lækkaði aðeins um 10,2-15,7% þegar leiðrétt var fyrir áhrifum forvarna og tíðni sælgætisneyslu.“

Björg segir vert að skoða þessi tengsl betur og finna frekari skýringar á þessum ójöfnuði. Hún bendir á að það þurfi að hafa í huga að rannsóknin sýni ekki fram á orsakasamband heldur tengsl. Á þeim tíma sem gagnanna var aflað var kostnaður við tannlæknaþjónustu barna aðeins greiddur að hluta til af hinu opinbera. Árið 2013 voru gerðar breytingar á endurgreiðslukerfinu og hafa gjaldfrjálsar tannlækningar komið inn í skrefum síðan þá en ekki verða allir aldurshópar komnir inn í það kerfi fyrr en árið 2018. Það kann því að vera að staðan sé breytt í dag að einhverju leyti.

„Þessi þróun er jákvæð en þó þarf að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á tannheilsuójöfnuð í löndum sem bjóða upp á gjaldfrjálsa forvarnarmiðaða tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn.“, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri