Tæplega 50 börn á biðlista hjá einni dagmömmu

Ingibjörg Óskarsdóttir hefur verið dagmamma í 36 ár og segir ástandið óvenju slæmt. Frá áramótum hefur Ingibjörg skráð 43 börn á biðlista eftir plássi en er nú hætt að taka við beiðnum.

Venjulegur fjöldi á biðlista segir Ingibjörg vera um 8 börn. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,” segir Ingibjörg. „Það stoppar ekki síminn, en ég get ekki tekið við fleirum á biðlista, ég get ekki gefið fólki von þegar þetta er greinilega vonlaust. En það er erfitt þegar fólk er bókstaflega grátandi í símanum.”

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðstjóri Leikskólasviðs, segir markvisst unnið að því að fjölga dagforeldrum hjá Reykjavíkurborg með því að auglýsa og bjóða niðurgreiðslu á námskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Eftir síðasta kynningarátak tóku um 20 nýir dagforeldrar til starfa og segir Ragnhildur að stefnt sé að því að leggja í annað auglýsingaátak fljótlega. Öll umræða hjálpi til við að vekja athygli á málefninu og vekja áhuga fólks á starfinu.

Hún segir að til skoðunar sé að að leigja út húsnæði í eigu borgarinnar til væntanlegra dagforeldra, t.d. gamla gæsluvelli. Af öryggisástæðum komi ekki til greina að veita undanþágur á fjölda barna hjá hverju dagforeldri. „Ástandið er verst á þessum árstíma, þar sem ekki losnar um leikskólapláss fyrr en í ágúst, þannig hefur þetta alltaf verið,” segir Ragnhildur.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri