Sveitarfélögin hafa ekki skoðað leiktækin

Sveitarfélögin hafa ekki skoðað leiktækin

Ákvæðið hefur verið í gildi í sjö ár. Rósa Steingrímsdóttir, formaður Barnanna okkar, segir það alvarlegt að borgin framfylgi ekki lögum.

 

Sérstök aðalskoðun leiktækja og leikskólalóða var sett í reglugerð fyrir sjö árum. Vottað fyrirtæki á að framkvæma hana árlega en auk þess er sveitarfélögum skylt að gera rekstrarskoðun á nokkurra mánaða fresti og svo daglega yfirlitsskoðun.

Aðeins fimmtungur leiksvæða á landinu fer í gegnum aðalskoðun. Reykjavíkurborg hefur ekki látið gera slíka skoðun á sínum leiksvæðum og telur, eins og fleiri sveitarfélög, að skoðun sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins dugi til. Rósa Steingrímsdóttir, formaður Barnanna okkar, sem eru samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, er ósátt við þetta. „Borgin er ekki að framfylgja þeim lögum sem eru í landinu um aðalskoðun og það er náttúrulega alvarlegt þegar stærsta sveitarfélag landsins framfylgir ekki lögum.“

Rósa segir að foreldrar verði að geta treyst því að lögum sé framfylgt. Hún gagnrýnir þátt heilbrigðiseftirlitsins í málinu. „Heilbrigðiseftirlitið er ekki að beita þeim úrræðum sem það hefur samkvæmt lögum, sem eru dagsektir ef ekki hefur verið aðalskoðað.“

Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirlitinu, segir að þar hafi verið gerð krafa um aðalskoðun. Hins vegar hafi þvingunarúrræðum ekki verið beitt þar sem leiksvæðin teljist ekki hættuleg. Agnar Guðlaugsson hjá umhverfis- og skipulagsviði Reykjavíkurborgar, sem ber ábyrgð á leiksvæðunum, segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu umhverfisráðuneytisins um hvort reglugerðinni verði breytt. Þar hafa menn ekki ljáð máls á því að afnema þessa aðalskoðun, en verið opnir fyrir því að hún fari fram sjaldnar en á árs fresti, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *