Sum barnatannkrem veita ónóga vernd

Sum barnatannkrem veita ónóga vernd

 

„Við reynum að fylgjast með þessu og vöktum til að mynda athygli á þessu við alla innflytjendur fyrir tveimur árum. Þá reynum við að hamra á þessu í til dæmis fréttabréfum til foreldra í grunnskólum,“ segir Jóhanna Laufey Ólafsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu.

Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um barnatannkrem sem hafa lítinn flúorstyrk og brá blaðamaður blaðsins sér í vettvangsferð í eina af verslunum Hagkaups til að kanna málið. Kom í ljós að ein af fimm tegundum barnatannkrems sem þar var til sölu var með minni flúorstyrk en ráðlagt er. Var þar um að ræða tannkremið Crest For Kids sem inniheldur 500 prómill af flúori en Landlæknisembættið mælir með því að tannkrem innihaldi 1.000 til 1.500 prómill.

Embættið ráðleggur foreldrum jafnframt að öll fjölskyldan noti sama tannkremið, helst með mildu bragði, en í mismiklu magni. Þannig er mælt með því að börn yngri en þriggja ára noti það magn tannkrems sem passar á fjórðung af nögl litlafingurs barnsins. Fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára skal nota tannkremsmagn sem passar á alla nögl litlafingurs barnsins og fyrir börn sex ára og eldri skal nota einn sentimetra af tannkremi, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri