Streita getur haft neikvæð áhrif á frjósemi kvenna

Streita getur haft neikvæð áhrif á frjósemi kvenna

Streita getur haft neikvæð áhrif á frjósemi kvenna

Alfa-amýlasi er ensím sem seytist í munnvatnið. Ensímið hjálpar til við að brjóta niður kolvetni, en það er einnig nátengt streitukerfi líkamans. Þegar fólk er undir mikilli streitu hækkar magn alfa-amýlasa í munnvatni, og er því hentugt til mælinga við rannsóknir.

Rannsóknin fylgdi eftir 500 konum í fylkjunum Texas og Michigan. Úrtak rannsóknarinnar var konur sem voru að reyna í fyrsta sinn að verða þungaðar. Áfengisdrykkja, tóbaksreykingar og koffínneysla geta haft áhrif á magn alfa-amýlasa, svo konurnar voru beðnar að taka munnvatnssýni að morgni til.

400 kvennanna luku við rannsóknina af hinum upphaflegu 500 sem tóku þátt við upphaf hennar. 89% þeirra sem tóku þátt urðu þungaðar að rannsókn lokinni, en konur sem höfðu hærra magn alfa-amýlasa voru 29% ólíklegri til að verða óléttar.

„Við erum ekki að segja að allir ættu að skrá sig í yoga á morgun,” sagði Lynch. „Hins vegar viljum við benda á að ef þú hefur reynt svo mánuðum skiptir að verða þunguð og ert enn á byrjunarreit gæti verið hentugt að líta á lífstíl þinn og sjá til hvort streita sé að hamla þér.”, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri