Stóraukið fjármagn í þróunarmál skóla og frístundar í Reykjavík

Stóraukið fjármagn í þróunarmál skóla og frístundar í Reykjavík

Stóraukið fjármagn í þróunarmál skóla og frístundar í Reykjavík

 

storaukid fjarmagn i throunarmal skola og fristundar i reykjavik 2„Nú er menntastefnan að fara í umsagnarferli hjá öllum starfstöðvum,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. „Hún mun birtast í endanlegri mynd í haust. fjármagnið er hugsað til að styrkja áherslur hvers og eins skóla og leikskóla, frístundar og félagsmiðstöðvar í átt að menntastefnunni þannig að hver og ein starfsstöð hefur mikið um það að segja hvernig hún vill vaxa fram. Þau munu ábyggilega gera það út frá einhversskonar stöðumati. Hverjir eru styrkleikar og veikleikar gagnvart menntastefnunni og beina þá fjármagni á þau verkefni sem gera hvern og einn skóla betri og hæfari til að starfa í anda stefnunnar.“

Margar leiðir eru færar fyrir starfsstöðvarnar til að bæta stöðu sína og mismunandi eftir starfsstöð. „Þetta gæti til dæmis verið að bæta ennfrekar lestrarkennslu,“ segir Helgi. „það gæti verið að auka fjölbreytni í skapandi verkefnum, koma með ný atriði inn í list- og verkefnakennslu, það getur verið eitthvað sem varðar heilsueflingu og til dæmis samstarfsverkefni á milli grunnskóla og frístundaheimilis til að efla félagshæfni yngstu barnanna.“, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri