Spjaldtölva fyrir konur

Spjaldtölva fyrir konur

 

Með tölvunni, sem ber nafnið ePad Femme, fylgir sjálfvalinn bleikur bakgrunnur og ýmis öpp (smáforrit) sem snúa að jóga-iðkun, eldamennsku, innkaupum og megrunum. Segja talsmenn Eurostar að um sé að ræða fyrstu spjaldtölvu heims sem er sérstaklega sniðin að þörfum kvenna.

„Fjöldi appa fylgja með tölvunni þannig að það eina sem þarf að gera er að kveikja á henni,” segir Mani Nair, yfirmaður markaðsmála hjá Eurostar, en fyrirtækið er með bækistöðvar sínar í Dubai. „Tölvan er fullkomin fyrir konur sem gætu lent í vandræðum með að niðurhala öppunum sjálfar.”

Nair þvertekur fyrir að tölvan sé karlrembutól og segir að öpp fylgi mörgum vörutegundum fyrirtækisins.

„Sá sem framleiðir þessa vöru skilur okkur mjög illa,” segir hins vegar sádi-arabíski femínistabloggarinn Eman Al Nafjan. Hún segir margar konur í Miðausturlöndum vel tæknifærar, og nefnir Sádi-Arabíu sem dæmi. „Konur eru mjög mikið á netinu vegna þess að þær mega ekki ferðast án fylgdar karlmanna.”

ePad Femme kostar um 30 þúsund krónur en salan hefur verið heldur dræm. Aðeins hafa selst um 7 þúsund eintök frá því tölvan kom á markað í október.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *