Sneiðmynd af fullnægingu brýtur blað í læknavísindum

Sneiðmynd af fullnægingu brýtur blað í læknavísindum

Fyrir nokkru varð Barry Komisaruk fyrsti maðurinn til að rýna í heilastarfssemi konu sem upplifir fullnægingu. Komisaruk er mikill áhugamaður um fullnægingar kvenna.

 

Hin 52 ára gamla Nan Wise bauðst til að hjálpa Komisaruk við rannsóknina en hún er doktorsnemi og kynlífsfræðingur. Hún sagði verkefnið vera stórfenglegt.

Komisaruk tók segulsneiðmyndir af heila Wise á meðan hún upplifði fullnægingu. Nokkrar tilraunir þurftu til að fullkomna verkið og hefur Komisaruk nú tekið saman niðurstöður sneiðmyndanna og birt algjörlega óeggjandi myndband af fullnægingunni. Myndbandið má sjá hér.

Alls eru um 80 svæði heilans sem verða virk þegar hápunkti er náð og er það merkileg uppgötvun í sjálfu sér. Hins vegar hefur Komisaruk ekki fengið útgefendur til að birta niðurstöður sínar.

Prófessorinn telur að rannsóknir á þessu sviði eigi eftir að hjálpa þeim sem ekki geta upplifað fullnægingu.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *