Sendi brjóstapúða í efnagreiningu
Hún hefur að eigin frumkvæði sent púðana í efnagreiningu í Kanada.
Anna Lóa Aradóttir lét setja í sig PIP brjóstapúða fyrir 10 árum. Fyrir um það bil ári var hún oft lasin og gekk á milli lækna án þess að skýringar fengjust á veikindunum. Veikindin lýstu sér meðal annars í hjartsláttartruflunum, öndunarefiðleikum og útbrotum. Þegar fréttir báust af gölluðu brjóstapúðunum ákvað hún að láta fjarlægja þá og við læknum blasti ekki fögur sjón.
Anna Lóa óttast hins vegar að efni í pokunum geti haft áhrif á börn á brjósti og hefur að eigin framkvæði sent púðana í efnagreiningu til Kanada. Hún lét Matvís kanna hár úr syni sínum og niðurstöðurnar benda til þess að það innihaldi þungmálma. Hún vill að þetta verið rannsakað.
Anna Lóa segir þetta glæpsamlegt. Menn viti ekkert hvað er í þessu eða hvaða afleiðingar þetta hafi á konur og börn.
{loadposition nánar fréttir}