Segir langt milli efnda og loforða
„Það er alltaf hægt að gera betur og við sjáum að mörg önnur sveitarfélög standa mun betur heldur en Reykjavík. Það er ágæt staða varðandi 18 mánaða börn og eldri, sem var nú 16 ára gamalt loforð, en varðandi yngri börnin þá eru 259 á biðlista,“ segir Eyþór. „Þau lofuðu því að tólf mánaða og eldri fengu pláss í áföngum. Það var opnað fyrir fjórtán mánaða og við sjáum að biðlistinn er talsvert langur þarna. Þetta er kannski ekki það sem þeir foreldrar bjuggust við.“
Eyþór bendir jafnframt á að fleiri börn séu á biðlista núna en fyrir ári. Nú séu þau 259 en þau hafi verið 187 á sama tíma í fyrra. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir þetta ekki vera samanburðarhæfar stærðir á milli ára vegna þess að byrjað er að bjóða yngri börnum pláss. „Munurinn er kannski þessi að það eru mun yngri börn sem eru og eiga möguleika á að komast inn núna og það er breyting frá því sem áður hefur verið. Áður hefur verið miðað við það að þau börn sem eru á biðlista séu átján mánaða og eldri og ekki tekin til meðferðar sem eru yngri en það. Þannig þetta eru ekki alveg samanburðarhæfar stærðir á milli ára því það eru yngri hópar sem eru að komast inn núna en áður hefur verið,“ segir Skúli.
Þá segir Skúli að staðan sé góð og hún sé betri en verið hefur. Mun yngri börn komist inn á leikskóla og sjö ungbarnadeildir opni í haust til viðbótar við þær fjórtán sem hafa verið opnaðar á undanförnum árum. „Síðan erum við á fullu að hanna viðbyggingar og núja leikskóla til þess að mæta þessu markmiði okkar að fjölga hér plássum um sjö til átta hundruð á þessum fimm árum sem um ræðir.“, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}