Samninga­fundi Eflingar og borgarinnar lokið án sam­komu­lags

Samninga­fundi Eflingar og borgarinnar lokið án sam­komu­lags

Samninga­fundi Eflingar og borgarinnar lokið án sam­komu­lags

Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Annar fundur er boðaður á miðvikudaginn og er því ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks munu hefjast á hádegi á morgun.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sjáist til lands í viðræðum borgarinnar og stéttarfélagsins. Ásteytingarsteinninn sé krafa Eflingar um sérstaka leiðréttingu láglaunafólks umfram þá hækkun sem lífskjarasamningurinn fól í sér.

Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi.

Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri