Rýmri reglur um staðgöngumæðrun

Rýmri reglur um staðgöngumæðrun

Rýmri reglur um staðgöngumæðrun

„Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta.

Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna.

Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram.

„Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“

Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri