Reykjavík Niðurgreiðslur
Niðurgreiðsla
Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum
Sérhvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá en þak er á gjaldskrá foreldra barna 18 mánaða og eldri. Reykjavíkurborg niðurgreiðir ákveðna upphæð með hverju barni hjá dagforeldri að uppfylltum skilyrðum reglna um niðurgreiðslur.
Flokkur 1 – Giftir foreldrar, sambúðarfólk og annað foreldri í námi.
Flokkur 2 – Þeir sem hafa sótt um afslátt sem; einstæðir foreldrar, báðir foreldrar í námi, annað eða báðir foreldrar öryrkjar eða á endurhæfingarlífeyri TR og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur.
Gjaldskrá leikskóla
Þú getur séð hver kostnaður foreldra barna 18 mánaða og eldri er hjá dagforeldrum með því að skoða gjaldskrá leikskóla.
Reglur
Þú getur séð nánari skýringar á framlagi til dagforeldra og upplýsingar um viðbótarframlag í reglum um niðurgreiðslu vegna daggæslu.