Ræða hvort banna eigi börnum að vera með síma í skólanum

Ræða hvort banna eigi börnum að vera með síma í skólanum

Ræða hvort banna eigi börnum að vera með síma í skólanumSkóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt snallsímanotkun barna innan og utan skóla. Grunnskólar í borginni verða þó ekki símalausir fyrir haustið.

Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs, segir mikilvægt að ræða snjallsímanotkun barna innan og utan skóla.

Skóla- og frístundasvið átti fund með skólstjórum borgarinnar í vikunni þar sem meðal annars var rætt um möguleikann á símalausum skólum. Engin niðurstaða fékkst í málið en Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs, segir að samtalið haldi áfram á nýju skólaári.

„Við vorum að ræða hvernig er hægt að stuðla að betri líðan barna svo þau nái meiri einbeitingu í námi. Það fékkst engin skýr afstaða um símabann en skólarnir setja margir reglur um notkun síma í skólunum. Þetta er eitthvað sem við munum halda áfram samtali um,“ segir Helgi.

Margir skólar takmarka símanotkun í kennslustundum og einhverjir hafa lagt blátt bann við snjallsímum á skólalóðinni. Helgi segir það verða að koma í ljós hvort símanotkun barna verði bönnuð í öllum skólum borgarinnar, en það gerist þó ekki fyrir haustið. Auk þess sé mikilvægt að taka skýrt samtal með foreldrum um síma- og samfélagsmiðlanotkun barna þeirra.

„Það þarf að hanga saman hvað börn gera utan skóla og innan. Hvað þau eru að gera í símunum og að hverju er verið að stuðla með áhorfi á samfélagsmiðlum, hverjir vinir þeirra eru á samfélagsmiðlum og hversu miklir vinir það eru. Eru foreldrar að virða takmarkanir samfélagsmiðla um aldur notenda? Þetta er samtalið sem er fram undan því þetta eru atriði sem við sem samfélag þurfum að taka föstum tökum. Það er svo margt sem börnin okkar eru að gera sem foreldrar þurfa að vera meðvitaðari um.“, samkvæmt RUV.

oli
Author: oli

Vefstjóri