Óvæntur átján marka glaðningur
National Monitor greinir frá því að Ackley hafi ekki haft grænan grun um að hún væri barnashafandi. Ástæðan var sú að læknar höfðu talið að hún og eiginmaður hennar gætu ekki eignast börn.
Ackley fór í uppskurð fyrir tveimur árum eftir að hafa fallið í dásvefn. Magn blóðsykurs hafði verið langt yfir mörkum auk þess sem ónæmiskerfið hætti að starfa. Hún gekkst undir aðgerð á kvið og var niðurstaða lækna sú að hún gæti ekki eignast börn.
Ackley sagðist hafa fundið hreyfingar í kvið sínum en taldi þær eftirköst uppskurðarins. Hún segir fréttirnar hafa komið þeim hjónum í opna skjöldu.
„Sumir hafa níu mánuði til þess að undirbúa sig. Við fengum 15 klukkstundir. Ég vildi að einhver hefði tekið mynd af svipbrigðum mínum (þegar ég fékk fréttirnar),” sagði eiginmaðurinn Mike Ackley.
Stúlkan vó átján merkur við fæðingu. Móður og dóttur heilsast vel, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}