saeskjaldbaka

Olíuleki skaðar sæskjaldbökur

Oceana eru samtök sem helga sig verndun hafsvæða um allan heim en eru með höfuðstöðvar í Washington. Fram kemur í skýrslunni að yfir þrjátíu sæskjöldbökur hafa fundist baðaðar í olíu frá því lekinn hófst þann 20. apríl.

Um 320 sæskjaldbökur hafa fundist dauðar eða með áverka og til viðbótar má ætla að hafstraumar beri margar þeirra út á sjó þær sem þær sökkva til botns eða rándýr leggja sér skjaldbökurnar til munns. Þessar tölur gætu því hæglega verið hærri.

Olían og leysiefni sem notuð eru til að brjóta hana upp skaða húð dýranna, öndunarfæri og möguleika þeirra til að afla sér fæðu og melta hana. Fimm af þeim sjö sæskjaldbökutegundum sem er að finna í heiminum nota Mexíkóflóa sem heimkynni sín einhvern hluta ævi sinnar.

Oceana-samtökin hvetja Barack Obama Bandaríkjaforseta til að banna til frambúðar að borað verði eftir olíu á nýjum stöðum undan ströndum Bandaríkjanna.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri