Nýtt leiksvæði við Hvaleyrarvatn

Nýtt leiksvæði við Hvaleyrarvatn

Nýtt leiksvæði við HvaleyrarvatnFormleg opnum á nýja leiksvæðinu við Hvaleyrarvatn var var í dag, fimmtudag og ber nú nafnið Paradísarlundur. Margt var um manninn við opnunina, enda mikil sumarblíða sem tók vel á móti gestum á öllum aldri við vatnið í gær.

Nýtt leiksvæði við Hvaleyrarvatn Komdu út að leika í upplandi Hafnarfjarðar

Í upphafi sumars hófust framkvæmdir við nýtt leiksvæði við vesturenda Hvaleyrarvatns, í nágrenni grillaðstöðu og nýrra bílastæða sem kláruð voru í fyrra. Leiksvæðið sem býr yfir kastala og stórri rólu hefur nú verið opnað og er tilbúið til notkunar. Svæðið við Hvaleyrarvatn er ævintýri líkast og nýtt leiksvæði enn ein viðbótin við þá paradís sem fyrir er á svæðinu.

Framkvæmdin tengist uppbyggingu á svæðinu sem nær til Hvaleyrarvatns og Höfðaskógar. Blásið var til nafnasamkeppni fyrir leiksvæðið í júní og frá þeim 44 hugmyndum sem bárust, varð nafnið Paradísarlundur fyrir valinu. Þær fjórar tillögur sem Umhverfis- og framkvæmdaráð valdi, tengdust allar hugmyndinni, að Hvaleyrarvatn er eins og paradís á jörðu. Náttúruperla sem öll fjölskyldan getur notið allan ársins hring. Þeir aðilar sem stóðu á bakvið sigursæl-nöfnin, fengu glæsilegt gjafabréf fyrir tvo í Bæjarbíó að gjöf.

Sjá gönguleiðir um Hvaleyrarvatn Hvaleyrarvatn | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Paradís og heillandi útivistarsvæði í upplandi Hafnarfjarðar

Hvaleyrarvatn og umhverfi er eitt það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu. Margar gönguleiðir eru á svæðinu og öllum er frjálst að veiða í vatninu. Við Hvaleyrarvatn er kjörið útivistarsvæði og liggur göngustígur umhverfis vatnið auk annarra gönguleiða í nágrenninu. Hvaleyrarvatn er skammt ofan við Hafnarfjörð í lítilli kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu: Vatnshlíð, Húshöfða og Selhöfða. Vestanvert við vatnið er Selhraun sem lokar fyrir afrennsli vatns úr kvosinni. Hér höfðu Hvaleyrarbændur í seli fyrr á öldum og sjást tóftir undir Selhöfða sem gætu verið af gömlu seli. Sagan segir að nykurinn í vatninu hafi orðið stúlku í selinu að bana og hafi það þá verið lagt niður. Árið 1956 var Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar afhent 32 hektara land á Húshöfða norðaustan vatnsins til uppgræðslu. Síðan hefur félagið aukið ræktunarsvæði sitt til muna og unnið þarna mikið og gott starf eins og sjá má í skóginum þeirra, Höfðaskógi, samkvæmt Hafnarfjörður.

oli
Author: oli

Vefstjóri