Nú má heita Kara­baldi en ekki Arora

Nú má heita Kara­baldi en ekki Arora

Nú má heita Kara­baldi en ekki Arora

Af nöfnunum ellefu voru fimm karlmannsnöfn, fimm kvenmannsnöfn og eitt kynhlutlaust nafn. Karlmannsnöfnin eru Karabaldi, Kim, Luca, Edor og Sólsteinn. Kvenmannsnöfnin eru Hugrós, Isidora, Lalía, Náttey og Emelý og er kynhlautlausa nafnið Dal.

Beiðni um kvenmannseiginnafnið Arora var hins vegar hafnað. Í úrskurði Mannanafnanefndar segir að nafnið sé ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls og því ekki hægt að samþykkja það nema að hefð sé fyrir þessum rithætti.

„Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber enginn nafnið Arora í þjóðskrá sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð, sbr. 2. gr. þeirra. Þessi ritháttur nafnsins kemur heldur ekki fyrir í manntölum,“ segir í úrskurðinum, samkvæmt visir.

oli
Author: oli

Vefstjóri