Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel

Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað.

Kvenkyns eignarnöfnin Eldrós, Evin, Zulima, Kaia, Tatía, Broteva, Babó, Winter, Merkel og Brynylfa voru samþykkt og það sama má segja um karlkyns eignarnöfnin Ezra, Andrei, og Brynjarr.

Eitt millinafn var tekið fyrir, það var Árland og var samþykkt.

Fyrir rúmum mánuði birti nefndin einnig einn úrskurð. Þar var karlkyns eignarnafnið Óbi samþykkt.

Octavía og Cara, kvenkyns eignarnöfnum var hafnað. Og þá má ekki taka upp föðurkenninguna Barteksdóttir.

Í síðastnefndu beiðninni var óskað eftir því að foreldrar mættu kenna dóttur sína við föður hennar Bartosz. Nafnið sem þau lögðu til hafði verið aðlagað að íslensku máli, og var líkt og áður segir Barteksdóttir.

Hins vegar vildi Mannanafnanefnd meina að þar væri ekki verið að vísa í nafnið Bartosz, heldur annað nafn sem væri bartek. Nefndin sagði að ekki væri heimild fyrir slíku í lögum um mannanöfn og því var beiðninni hafnað.

Líkt og áður segir var kvenkyns eignarnafnið Zulima samþykkt, en Fjölmiðlakonan þjóðþekkta Lára Ómarsdóttir hefur tekið það upp, en amma hennar bar það. Hún heitir nú Lára Zulima Ómarsdóttir.

Uppfært: í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var einungis fjallað um tólf nýja úrskurði mannanafnanefndar, en nú hafa fleiri úrskurðir hennar verið birtir, samkvæmt visir.

oli
Author: oli

Vefstjóri