Níu ára hetja bjargaði heimili sínu

Níu ára hetja bjargaði heimili sínu

Hann segir auglýsingu í sjónvarpinu hafa kennt sér á slökkvitækið.
Tristan Arnar Beck er níu ára strákur úr Reykjanesbæ en í gærkvöldi sýndi hann mikinn hetjuskap þegar eldur kviknaði út frá kamínu á heimilinu þegar hann og litla systir voru í pössun hjá ömmu sinni. Hann fékk svo að skoða búnað alvöru slökkviliðsmanna á slökkvistöðinni í dag.

“Við vorum sko, ætluðum bara að hafa kósý, kveiktum í kamínunni, svo var svo mikill eldur, það er svona pinni til að kveikja og slökkva á eldinum, hann virkaði ekkert. Svo var ég að horfa á eldinn og hann byrjaði að koma upp að aftan, ég hljóp út á gang og náði í slökkvitækið og slökkti eldinn ofan á þá kom slökkviliðið og þurfti bara að slökkva inni í kamínunni og ég og amma biðum bara inni í sjúkrabílnum,” segir Tristan.

Tristan segir það hafa verið lítið mál að nota slökkvitækið. “Ég bara hafði séð eitthverja auglýsingu af þessu í sjónvarpinu og svo bara kunni ég þetta bara,” segir hann.

Slökkviliðsmennirnar voru ánægðir með afrek Tristans enda ekki á hverjum degi sem 9 ára strákar grípa til slökkvitækisins en hann væri alveg til í að verða slökkviliðsmaður einn góðan veðurdag.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri