Nær öllum leikskóladeildum lokað

Nær öllum leikskóladeildum lokað

Nær öllum leikskóladeildum lokað

Ingibjörg segist hafa fengið svör frá stjórnendum 517 leikskóladeilda og af þeim verði 480 lokað eða 93 prósentum. Margar þeirra deilda sem verða opnar eru í litlum leikskólum á landsbyggðinni en þó eru dæmi um deildir á höfuðborgarsvæðinu sem verða opnar.

„Þó að deildirnar verði opnar, vegna þess að forstöðumaður þeirra er ekki í Félagi leikskólakennara, verður boðið upp á skerta starfsemi. Leikskólakennarar koma að starfsemi langflestra deilda með einum eða öðrum hætti. Til dæmis koma þeir inn á deildirnar og sinna sérstökum verkefnum,“ segir Ingibjörg.

Samninganefndir Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hittust á fundi í gær. „Það færðist heldur nær en fjær,“ sagði Haraldur F. Gíslason, formaður FL.

Hann segir að enn beri mikið í milli í deilunni. Leikskólakennarar vilja sömu launahækkanir og grunn- og framhaldsskólakennarar sömdu um, eða allt að 30 prósenta hækkun launa, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri