Mikill verðmunur á lausasölulyfjum

Mikill verðmunur á lausasölulyfjum

Könnunin var gerð á mánudaginn í tæplega 20 lyfjaverslunum um allt land. Kannað var verð á 34 algengum lausasölulyfjum sem eru seld eru yfir borðið án lyfseðils.  Í 23 tilvikum var þriðjungs til helmings munur á hæsta og lægsta verði.

Lyfin voru oftast dýrust í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig, í 22 tilvikum af 34, en oftast ódýrust í Garðsapóteki við Sogaveg, í 16 tilvikum af 34.

Oft var mikill munur milli einstakra apóteka á sama lyfi, upp í 70 til 80 prósent. Mestur var verðmunurinn á sótthreinsandi sápu í hálfs lítra umbúðum. Hún var dýrust í Lyfjum og heilsu en ódýrust í Apóteki Hafnarfjarðar og Apóteki Vesturlands. Verðmunurinn var 85 prósent.

Það borgar sig fyrir þá sem eru að hætta að reykja aðbera saman verð. Nærri fimmtán hundruð krónum munar á einum stórum pakka af nikótíntyggjói. Hann er því þriðjungi ódýrari í Árbæjarapóteki en í Lyfjum og heilsu.

Alþýðusambandið setti saman körfu með sex algegnum lausasölulyfjum sem til eru á mörgum heimilum. Pakkinn var ódýrastur í Garðsapóteki en dýrastur í Lauganesapóteki – sem er í næsta póstnúmeri.

Munar þar 41 prósenti eða 1.611 krónum. Rúmlega hálftíma göngutúr á milli apóteka gæti því borgað sig.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri