Meryl Streep fékk loksins Óskar eftir 30 ára bið

Meryl Streep fékk loksins Óskar eftir 30 ára bið

Leikkonan Meryl Streep fékk loksins Óskarsverðlaun eftir 30 ára bið en hún hefur verið tilnefnd 17 sinnum til þeirra.

 Ekkert lát er á velgengni myndarinnar Listamaðurinn á kvikmyndahátíðum þrátt fyrir að hún sé svarthvít og þögul. Á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt hlaut hún verðlaun sem besta myndin, Michel Hazanavivius leikstjóri hennar hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn og Jean Dujardin hlaut verðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki.

Meryl Streep hlaut loksins Óskarsverðlaun í nótt eftir 30 ára bið en þetta var í 17. sinn sem hún er tilnefnd til þessara verðlauna. Streep fékk verðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Margaret Thacher í myndinni Járnfrúin. Hún fékk áður Óskarsverðlaun árið 1983 sem besta leikkona í aðalhlutverki í myndinni Sophies Choice. Hún fékk einnig Óskar sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Kramer vs. Kramer árið 1980.

Gamla brýnið Christoper Plummer fékk verðlaun fyrir bestan leik karla í aukahlutverki fyrir myndina Beginners. Plummer er orðin 82 ára og því elsti einstaklingurinn í sögunni sem fengið hefur Óskar. Octavia Spencer hlaut verðlaun fyrir bestan leik kvenna í aukahlutverki fyrir myndina Help, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri