Mælingar sýna að Barbie er verulega vansköpuð

Mælingar sýna að Barbie er verulega vansköpuð

Í raun kemur í ljós að Barbie er öll hin sérkennilegasta í laginu. Háls hennar er svo langur og mjór að hún gæti ekki mögulega haldið haus, svo dæmi sé nefnt. Þá væri þyngd hennar þannig að Barbie myndi flokkast með alvarlegt lystarstol.

Það var Nickolay Lamm nokkur, teiknari, sem gerði þrívíddarlíkanið að Barbie og bar saman við meðalstúlku. Hann segir að vissulega sé þetta leikfang en þegar staðreyndin sé sú að milljónir ungra stúlkna leiki með dúkkuna þá hljóti að mega gagnrýna hana. Og Lamm spyr hvort ekki sé gáfulegra að stúlkur hafi aðgang að dúkkum sem eru eðlilegri í vexti?

Sjá meira um málið hér, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri