Leik­skólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm

Leik­skólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm

Leik­skólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að samþykktin sé í samræmi við tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs sem hafi skilað viðamikilli skýrslu í vor.

„Frá upphafi heimsfaraldursins hefur opnunartími leikskólanna verið frá kl. 07:30 til 16:30 og hefur þorri foreldra dvalarsamning í samræmi við hann. Opnunartími skilgreindra leikskóla, eins til tveggja í hverju hverfi, verður eftir sem áður frá 7:30 til 17:00 frá og með næstu áramótum að því gefnu að aðstæður á tímum heimsfaraldurs leyfi það. Er þetta meðal annars gert til að mæta niðurstöðum jafnréttismats frá júní 2020.“

Foreldrar sem vilja sækja um að hafa barn sitt á leikskóla til klukkan 17 geta komið óskum sínum á framfæri við leikskólastjóra á viðkomandi leikskóla í september. Í tilkynningunni segir að í næstu viku verði birtar upplýsingar um hvaða leikskólar verði opnir til klukkan 17. Í kjölfarið verði hægt að sækja um flutning yfir í þá leikskóla, á vala.is.

„Komi til þess að eftirspurn eftir leikskóla með dvalartíma til kl. 17:00 verði umfram laus pláss fá þeir hópar foreldra forgang sem samkvæmt jafnréttismati má áætla að myndu eiga erfiðast með að bregðast við breyttum opnunartíma.“, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri