Lausnin sé að fækka börnum á leikskólum
Kostnaður við þessar eingreiðslur eru 27,3 milljónir króna auk 11 milljóna sem varið verður til sambærilegra greiðslna til starfsfólks frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva.
„Þetta er sennilega hugsað sem umbun fyrir það álag sem hefur verið á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, inntur eftir því hvort þessir tugir milljóna fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu til hvers starfsmanns.
„Önnur sveitarfélög mættu taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar að þessu leyti og veita starfsfólki umbun. Vandamálið er ekki bundið við borgina,“ segir Haraldur og bendir á að umræðu um bætt starfsumhverfi sé ekki lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu leggi leikskólakennarar áherslu á að fækka börnum í leikskólunum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Aðspurður um hvort það fari ekki á skjön við kröfur samfélagsins og áherslur stjórnmálamanna að fækka börnum á leikskólum, segir Haraldur að ekki verði bæði sleppt og haldið.
„Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og of hratt til að geta staðið undir sér. Svo koma kröfur samfélagsins um að leikskólarnir taki inn yngri og yngri börn. Það hefur aukið á vandann. Það átta sig kannski ekki allir á því hvað það er stutt síðan börn voru ekkert almennt í leikskólum.
Fyrir 1994 voru bara tilteknir forgangshópar sem fengu heilsdagspláss í leikskólum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun.“ , samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}