Látið ykkur ekki leiðast
|

Látið ykkur ekki leiðast

Látið ykkur ekki leiðastÞegar skóla sleppir og sólskinsbörn tvístrast um allt í sumarleyfi heyrist iðulega setningin: “Mér leiðist”. Þá er upplagt að kafa í hugmyndabankann og gera eitthvað uppbyggjandi og skemmtilegt í stað þess að gefa strax eftir með sjónvarpsgláp eða tölvuleik.

 • Leyfið börnunum að sá fræjum og búa sér til gróðursælt horn í garðinum. Þau elska að fylgjast með fræjunum spíra og vaxa yfir sumarið.
 • Búið til stuttmynd saman eða leikrit. Flestar spjaldtölvur og snjallsímar eru útbúin myndatökuvél og forritum til frekari mynd- og hljóðvinnslu.
 • Farið í rannsóknarleiðangur með sjónauka að vopni og athugið hversu margar fuglategundir þið þekkið.
 • Stofnið bókaklúbb til að viðhalda lestrarkunnáttu barna. Ræðið söguþráðinn eftir lesturinn og bjóðið vinum að vera með.
 • Farið í lautarferð. Það er skemmtilegra að borða úti en inni. Takið flugdreka með.
 • Skrúfið frá garðslöngunni og leyfið börnunum að busla og skemmta sér á sólríkum degi.
 • Farið á útitónleika.
 • Kíkið í gæludýrabúð og skoðið öll krúttlegu dýrin. Hver veit nema umkomulaust dýr eignist nýtt heimili?
 • Farið í tertuslag. Hvern dreymir ekki um að upplifa það sem svo oft sést í bíómyndunum?
 • Ferðist um heiminn án þess að fara að heiman.
 • Lesið um önnur lönd og eldið hefðbundinn mat einhvers landsins í kvöldmat.
 • Farið í bókasafnið og finnið spennandi handbækur til að læra eitthvað nýtt saman.
 • Tjaldið í bakgarðinum og grillið útilegumat og sykurpúða.
 • Safnið pöddum og flugum í krukku til að skoða og greina eftir tegundum.
 • Farið í snyrtistofuleik. Lakkið neglur, greiðið hár og málið andlit barnanna og leyfið þeim að gera hið sama við ykkur.
 • Bakið sykursæta sumarköku og leyfið börnunum að hjálpa til við baksturinn.
  Heimildir: fréttablaðið
oli
Author: oli

Vefstjóri