Kópavogsbær þrefaldar stofnstyrk til dagforeldra og eykur framlög
Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verður meðal annars þrefaldað stofnstyrki til dagforeldra og mun styrkurinn því hækka úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Þá munu allir dagforeldrar fá 150 þúsund krónu aðstöðustyrk sem greiddur er árlega.
Framlög bæjarins til dagforeldra verða einnig hækkuð um fimm þúsund krónur fyrir þau börn sem dvelja hjá dagforeldrum í átta klukkustundir á dag. Til að koma til móts við mismun á leikskólagjöldum annars vegar og dvalarkostnaði hjá dagforeldrum hins vegar verður framlag bæjarins hækkað um tuttugu þúsund krónur þegar börn ná fimmtán mánaða aldri.
Í samráði við stjórn félags dagforeldra í Kópavogi verður skipulögð aukin starfsþjálfun og fræðsla verður á vegum daggæslufulltrúa og leikskólaráðgjafa og bætist hún við starfsréttindanámskeið sem gerð er krafa um að dagforeldrar ljúki, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}