konur pirradar staerdarmun

Konur pirraðar á stærðamun

Þetta kemur fram í könnun breska neytendablaðsins Which? sem kannaði fatastærðir í átta tískuverslanakeðjum í Bretlandi. Sagt er frá könnuninn í nýjasta hefti Neytendablaðsins sem Neytendasamtökin gefa út.

Þar kemur fram að brjóstamál er stærra þegar kemur að flíkum í verslunum Topshop, Miss Selfridge og New Look en í verslunum Marks & Spencer. Tekið er fram að markhópur fyrrnefndu verslananna eru stúlkur allt niður í fimmtán ára.

Forsvarsmenn fataverslana segja stærðamuninn stafa af því að hver flík sé mótuð þannig að hún eigi að passa sem flestum.

Viðskiptavinir eru hins vegar heldur ósáttir við þetta og segja níu af hverjum tíu konum í könnun Which? að þær væru pirraðar á stærðarmuninum á milli verslana. Þá vildu 82% kvenna að verslanir veittu skýrari upplýsingar um fatastærðir og 6 af hverjum 10 konum þurfa að máta fleiri en eina stærð til að fnna föt sem passa. Helmingi kvenna finnst þær þurfa að eyða of miklum tíma í að máta föt vegna óvissu um stærðina.

Í Neytendablaðinu er einnig sagt frá því að á vef Which? megi finna samanburð á fatastærðum hjá þeim verslunum sem nefndar voru hér að ofan, auk verslana Dorothy Perkins, Per Una og Wallis.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri