Kóngabarn færir björg í bú
Stórir viðburðir og gleðileg tilefni, líkt og þetta, eru gjarnan neytendavænir, sérstaklega þau sem varða konungsfjölskylduna. Þjóðarstolt Breta eykst og með því sala á breskum vörum, til að mynda á tei, smákökum og leirtaui með myndum af konungsfjölskyldunni. Sú var raunin þegar Vilhjálmur og Kate giftu sig í apríl á síðasta ári og síðan árið eftir þegar þjóðin fagnaði 60 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar.
Í kjölfarið fylgdu Ólympíuleikarnir með tilheyrandi sölu á ýmsum varningi og er áætlað að þeir hafi fært þjóðarbúinu 2,5 milljarða punda. Fæðing barnsins er næsti stóri viðburður. Á síðasta ársfjórðungi var hagvöxtur aðeins 0,3 prósent í Bretlandi og þar í landi er því mikil þörf á uppsveiflu.
„Á krepputímum leitar almenningur eftir einhverju til þess að gleðja sig og hefur áhuginn á konungsfjölskyldunni sjaldan verið meiri,“ segir Pauline Maclaran, breskur markaðsfræðingur. Því eru fyrir hendi góðir möguleikar á efnahagslegum ávinningi af fæðingu arftakans, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}