Heimafæðing á jólanótt
Sjúkraflutningamenn rétt náðu inn til þess að taka á móti barninu og því var faðirinn ákaflega feginn.
Anna Sif og Margeir höfðu beðið eftir barninu frá 21. desember. Þau voru að heiman á aðfangadagskvöld með tveggja ára son sinn. Þegar heim var komið var ekkert sem benti til þess að barnið væri væntanlegt innan nokkurra klukkustunda. Þau borðuðu jólasteikina, komu heim með pakkana og gengu til náða. Anna Sif segist hafa vaknað um þrjúleytið.
„Þá var bara allt komið á fullt. Ég vakti Margeir, upp á fæðingardeild klukkan hálffjögur, til að boða komu okkar þangað, og næsta símtal var í neyðarlínuna og þar komu sjúkraflutningamenn og tóku á móti honum, þegar klukkuna vantaði 5 mínútur í fjögur.
Fjórir sjúkraflutningamenn mættu heim til fjölskyldunnar og tóku á móti barninu. Foreldrunum ungu þótti það nokkur fjöldi. Margeir segist hafa verið ákaflega feginn þegar þeir komu. Hann reiknar þó með að hafa ráðið við að taka á móti syni sínum.
{loadposition nánar fréttir}