Heilsu Katrínar Middleton hrakaði um helgina
Þurfti Katrín að dvelja í þrjá daga á King Edward sjúkrahúsinu í London í síðustu viku en fór síðan til Kensington hallar til að hvíla sig.
Í blaðinu Telegraph segir að vegna þess að heilsu hennar hafi hrakað um helgina þurfti William eiginmaður hennar að aflýsa þátttöku sinni í opinberri athöfn í gærkvöldi.
Læknar segja að veikindi Katrínar séu ekki orðin það alvarleg aftur að senda þurfi hana á sjúkrahús að nýju.
{loadposition nánar fréttir}