bolluvondur

Hefur gert bolluvendi í 74 ár

Á morgun er bolludagur. Þess má sjá merki í bakaríum landsins sem bjóða nú kynstrin öll af rjómabollum. Bolluvöndurinn gegndi stóru hlutverki á bolludag hér áður fyrr. Þá fóru börn í önnur hús vopnuð bolluvöndum til þess að sækja sér rjómabollur. Margrét segir að í æsku sinni hafi börnin farið í húsin í kring og flengt þá sem ekki voru komnir á fætur. Rjómabollurnar voru verðlaun fyrir að koma fólki fram úr.

Áhugi Margrétar á því að búa til bolluvendi kviknaði snemma. Foreldrar hennar gáfu henni alltaf bolluvönd þegar hún var yngri. Þegar hún var 12 ára tók hún vöndinn í sundur til þess að sjá hvernig hann væri gerður. Síðan hefur Margrét gert bolluvendi á hverju ári. Hún hefur selt þá bæði í bakarí og verslanir. Margrét segir nauðsynlegt að fólk hafi eitthvað fyrir stafni, ekki síst þegar það er farið að eldast.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri