Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka í 900 þúsund krónur

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka í 900 þúsund krónur

Hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækka í 900 þúsund krónur í þremur þrepum samkvæmt breytingu á lögum um fæðingarorlof sem Alþingi samþykkti um helgina.

Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði voru síðast hækkaðar árið tvöþúsund og átján og voru sexhundruð þúsund krónur.

Samkvæmt breytingunum sem samþykktar voru á Alþingi um helgina hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í þremur þrepum. Fyrst hækka greiðslurnar í 700 þúsund, næst í 800 þúsund og loks í 900 þúsund.

Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði voru síðast hækkaðar árið 2018 og voru 600 þúsund krónur.

Síðari þrepin ekki afturvirk
Fyrsta þrep hækkunarinnar nú nær til foreldra barna sem fædd eru fyrir 1. janúar 2025, en athygli hefur vakið að einungis fyrsta þrep hækkananna ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi á tímabilinu.

Seinni tvö þrepin ná einungis til barna fæddra á tímabilinum og eru ekki afturvirk. Þannig nær annað þrepið aðeins til foreldra barna sem fæðast á árinu 2025 og það þriðja aðeins til foreldra barna sem fæðast árið 2026., samkvæmt visir.

oli
Author: oli

Vefstjóri