Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs
Á þessa leið hefst stöðuuppfærsla Guðbjargar Pálsdóttur, fyrrum grunnskólakennara við Langholtsskóla og Seljaskóla, en uppfærslan hefur vakið mikla athygli á Facebook.
Kjararáð hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands ríflega nú um mánaðamótin en ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd.
Í stöðuuppfærslu Guðbjargar kemur fram að mánaðarlaun hennar nemi nú 465 þúsund krónum og samkvæmt nýjum samningum munu laun hennar verða rétt rúmlega 500 þúsund árið 2019 fyrir skatt.
Í samtali við fréttastofu Vísis segir Guðbjörg að margir kollegar sínir séu einnig að íhuga að hætta. „Þetta er bara staðan. Við erum ansi mörg sem erum að íhuga að hætta,” segir hún. Að sögn Guðbjargar eru kennarar afar óánægðir með stöðu sína í dag og óánægjuraddir hafa heyrst bæði á Facebook og annars staðar.
Guðbjörg hefur þegar sagt starfi sínu lausu. Hún kenndi í Seljaskóla en starfaði lengst af í Langholtsskóla. Hún hefur sinnt ýmsum aukastörfum meðfram kennarastarfinu og segir slíkt algengt meðal grunnskólakennara. „Ég myndi segja að stór meirihluti gerði það, allavega þeir sem eru einstæðir,” segir Guðbjörg en hún er sjálf einstæð með tvö börn.
Guðbjörg er óviss um hvað taki við hjá sér. „Næst þarf ég hreinlega að óska eftir starfi,” segir hún.
Guðbjörg biðlar til ráðamanna grípa til aðgerða. „Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna,” segir hún að lokum í stöðuuppfærslunni, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}