greida nemendum fyrir ad hreinsa rusl

Greiða nemendum fyrir að hreinsa rusl

Fyrir vinnu nemenda greiðir bæjarfélagið fasta upphæð mánaðarlega sem rennur óskipt í ferðasjóð nemendanna sem stefna á skemmtiferð á Úlfljótsvatn.
Þetta kemur fram í Dagskránni, fréttabréfi Suðurlands.

Starf nemendanna felst meðal annars í að hreinsa rusl mánaðarlega af skólalóð, í skógrækt og við allar aðalgögur, auk þess sem hreinsað er úr trjábeðum og á öllum grænum svæðum bæjarins. Bærinn greiðir 32 þúsund krónur fyrir hvert skipti, eða 288 þúsund krónur á níu mánaða tímabili.

„Ungir Hvergerðingar læra að sé rusli hent þá þarf alltaf einhver að sækja það síðar,” segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstóri í samtali við Dagskrána. Sambærilegur samningur hefur verið gerður við 7. bekkinga í Hveragerði í fjölda ára.

Í Dagskránni kemur ennfremur fram að bærinn hefur líka gert samning við 10. bekkinga sem gengur út á að nemendur aðstoða í mötuneyti skólans, annast gæslu í frímínútum og í hádegi, og aðstoða við gæslu á skólaskemmtunum elsta stigs.

Hveragerðisbær greiðir 52.500 krónur á mánuði fyrir þetta, eða 472 þúsund fyrir níu mánaða tímabil. Upphæðin rennur óskipt í ferðasjóð nemendanna sem hyggjast fara í námsferð til London í lok skólaárs. Einnig er hefð fyrir samningi sem þessum.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri